Fyndinn Sr. Pétur Þorsteinsson kemur með skrýtnar skýringar.
Fyndinn Sr. Pétur Þorsteinsson kemur með skrýtnar skýringar.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ekki taka þig allt of alvarlega – þú kemst hvort sem er ekki lifandi frá lífinu. Þetta segir í formála Petrísk-íslensku orðabókarinnar sem ber þess glögglega merki að lífinu sé tekið með bros á vör.

Ekki taka þig allt of alvarlega – þú kemst hvort sem er ekki lifandi frá lífinu. Þetta segir í formála Petrísk-íslensku orðabókarinnar sem ber þess glögglega merki að lífinu sé tekið með bros á vör.

Þar tekur séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, saman fjöldann allan af skrýtnum og skemmtilegum orðum og setur þau í stað hinna hversdagslegu og litlausu. Bókin er sögð innihalda enn fleiri orð en nokkru sinni fyrr, um 400 talsins.

Vinsældirnar aukast

Orðabókin kemur nú út í 34. sinn og hafa vinsældir hennar hvergi dvínað. Fyrst var hún gefin út í 40 eintökum árið 1988 en í dag var orðabókin prentuð í 1.200 eintökum.

Séra Pétur lætur sér ekkert óviðkomandi við orðaleit og skýringar í bókinni. Dragbít segir hann merkja árbít sem hefur dregist aðeins og bárujárn sé krullujárn sem geri bárur í hárið. Þá sé Barbara orð yfir bar þar sem bara eru seldir drykkir en hvorki matur né maul. Barbora sé síðan voðalega lítill bar.