Bar af Eurovision kann alls ekki gott að meta.
Bar af Eurovision kann alls ekki gott að meta.
Síðasta sólarhringinn hefur það ýmist komið fólki á óvart eða bara alls ekki að Greta Salóme Stefánsdóttir hafi ekki komist upp úr undankeppni Eurovision með lagið Hear Them Calling.

Síðasta sólarhringinn hefur það ýmist komið fólki á óvart eða bara alls ekki að Greta Salóme Stefánsdóttir hafi ekki komist upp úr undankeppni Eurovision með lagið Hear Them Calling. Ég er í hópi þeirra fyrrnefndu, hafði fulla trú á laginu, og ég skil engan veginn hvernig er hægt að vera í hópi þeirra síðarnefndu.

Því hvort sem fólki finnst lagið gott eður ei, hafa heppnast vel eða ekki, hljótum við að geta verið sammála um að miðað við skelfilegt lagaúrvalið í riðlinum hafi það verið eins og Picasso-verk við hliðina á IKEA-veggspjöldum.

Ég hafði einsett mér fyrir þetta kvöld að sýna af mér góða félags- og fjölskyldulega hegðun, horfa á lögin, borða snakk, tralla með og vera hress. Ég þurfti að beita mig hörðu til að líta ekki undan og bíta á jaxlinn án múðurs yfir því skelfingarástandi sem ríkti stundum á sviðinu. Það var ekki einn einasti rokkari sem rak út úr sér tunguna við trommuleikarinn að grínast. Ekki heldur rappararnir með þjóðlagaútgáfuna af Gangsta's Paradise.

Ég hef haft rúm 30 ár til að mynda mér skoðun á þessu en gerði það ekki fyrr en í gær; Eurovision er rusl.

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Höf.: Júlía Margrét Alexandersdóttir