Sýning Eitt af verkum á vorsýningu nemenda í Myndlistaskólanum í fyrra .
Sýning Eitt af verkum á vorsýningu nemenda í Myndlistaskólanum í fyrra . — Morgunblaðið/Golli
Árleg vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík verður opnuð kl. 17 í dag í húsnæði skólans á 2. og 3. hæð í JL-húsinu, Hringbraut 121.

Árleg vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík verður opnuð kl. 17 í dag í húsnæði skólans á 2. og 3. hæð í JL-húsinu, Hringbraut 121. Verkin á sýningunni eru eftir þá tæplega 120 nemendur sem stunda samfellt nám á framhalds- og háskólastigi í fimm dagskóladeildum skólans, listnámsdeild, sjónlistadeild, keramikdeild, teiknideild og textíldeild.

Nemendur með þroskahömlun sýna vídeó sem þau unnu á nýliðinni önn. Nemendur á fyrra ári listnámsbrautar sýna verk unnin í áföngum í íslensku og skúlptúr. Nemendur keramikdeildar settu á stofn postulínsverksmiðju og sýna vörulína verksmiðjunnar. Aðrir nemendur sýna sjálfstæð verk unnin undir handleiðslu listamanna og hönnuða. Sýningin verður opin daglega kl. 13 og 18 og lýkur þriðjudaginn 17. maí.