Ánægja Lamine Kone skoraði tvö marka Sunderland og var að vonum vel fagnað af samherjum sínum. Sunderland leikur áfram í úrvalsdeildinni.
Ánægja Lamine Kone skoraði tvö marka Sunderland og var að vonum vel fagnað af samherjum sínum. Sunderland leikur áfram í úrvalsdeildinni. — AFP
Newcastle og Norwich féllu í gærkvöld úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en það var sigur Sunderland á Everton, 3:0, sem réð endanlega úrslitum í fallbaráttu deildarinnar.

Newcastle og Norwich féllu í gærkvöld úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en það var sigur Sunderland á Everton, 3:0, sem réð endanlega úrslitum í fallbaráttu deildarinnar.

Sunderland náði með sigrinum 38 stigum og er fjórum stigum fyrir ofan Newcastle og Norwich fyrir lokaumferðina næsta sunnudag. Aston Villa var löngu fallið.

Patrick van Aanholt og Lamine Kone skoruðu rétt fyrir hlé og Kone aftur snemma í seinni hálfleik. Þar með var sæti Sunderland tryggt og erkifjendurnir í Newcastle fallnir ásamt Norwich.

Engu skipti þó að Norwich ynni Watford, 4:2, þar sem Diermerci Mbokani skoraði tvívegis. Sá sigur kom of seint.

Liverpool á enn möguleika á sjötta sætinu eftir jafntefli, 1:1, gegn Chelsea á Anfield. Eden Hazard kom Chelsea yfir en Christian Benteke jafnaði metin fyrir Liverpool í uppbótartíma leiksins.

vs@mbl.is