Rogerio Ponticelli
Rogerio Ponticelli
Rogerio Ponticelli sem sem þjálfaði Íslands-, bikar-, og deildarmeistara Aftureldingar í blaki kvenna á nýliðnu keppnistímabili er hættur störfum hjá félaginu. Ponticelli greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Rogerio Ponticelli sem sem þjálfaði Íslands-, bikar-, og deildarmeistara Aftureldingar í blaki kvenna á nýliðnu keppnistímabili er hættur störfum hjá félaginu. Ponticelli greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann tók við þjálfun kvennaliðs Aftureldingar á síðasta sumri samhliða þjálfun karaliðs félagsins og yngri flokka sem hann hafði sinnt frá árinu 2014. Ekki liggur fyrir hvort Ponticelli, sem er Brasilíumaður, haldi áfram að þjálfa félagslið hér á landi.

Samhliða starfi sínu hjá Aftureldingu er Ponticelli þjálfari landsliðs Íslands í blaki karla. Framundan er stórverkefni hjá Ponticelli og landsliðinu um aðra helgi. Þá fer fram í Laugardalshöll Evrópumót smáþjóða. Mótið er einnig liður í undankeppni heimsmeistaramótið 2018.

Til landsins koma landslið Kýpur, Andorra og Skotlands. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í næstu umferð í hvorri keppni fyrir sig. Keppnin stendur yfir frá föstudegi fram til sunnudags. iben@mbl.is