— Morgunblaðið/Golli
Á tjaldsvæðinu í Laugardal er hvítskeggjaður maður á sjötugsaldri, Ed Arnold, að gera sig kláran fyrir ferðalag um Ísland, nýkominn hingað frá Bandaríkjunum. Ætlun hans er að ganga hringinn í kringum landið með allt sitt hafurtask í lítilli barnakerru.
Á tjaldsvæðinu í Laugardal er hvítskeggjaður maður á sjötugsaldri, Ed Arnold, að gera sig kláran fyrir ferðalag um Ísland, nýkominn hingað frá Bandaríkjunum. Ætlun hans er að ganga hringinn í kringum landið með allt sitt hafurtask í lítilli barnakerru. „Mér finnst þetta frábær ferðamáti og ég er sko ekkert að flýta mér,“ segir Ed, en hann á bókað flug heim til Oregon í byrjun ágúst. Hann segist hafa gengið um flest ríki Bandaríkjanna en eiga það til að taka lestina þess á milli. Ísland er fyrsta landið sem hann heimsækir í þessum tilgangi. „Ég ætlaði að ganga Jakobsveginn á landamærum Frakklands og Spánar en eftir kynningarfund sá ég að þar var allt of margt fólk. Hér ætti ég að hafa meiri frið,“ segir hann og hlær.