— AFP
Neðri deild þings Ítalíu samþykkti í gær frumvarp til laga sem heimilar skráða sambúð para af sama kyni. Áður hafði efri deildin samþykkt frumvarpið í atkvæðagreiðslu sem fór fram í febrúar.
Neðri deild þings Ítalíu samþykkti í gær frumvarp til laga sem heimilar skráða sambúð para af sama kyni. Áður hafði efri deildin samþykkt frumvarpið í atkvæðagreiðslu sem fór fram í febrúar. Ítalía var síðasta stóra vestræna ríkið þar sem sambúð samkynja para naut ekki lagalegrar viðurkenningar. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði frumvarpið marka tímamót í réttindabaráttu homma og lesbía. Frumvarpið er mjög umdeilt á Ítalíu og maður í munkaklæðum tekur hér þátt í mótmælum gegn því fyrir utan þinghúsið í Róm í gær.