Fjármáladagurinn var haldinn í gær á Hilton Nordica á vegum IFS og Háskólans í Reykjavík. Var þar fjallað um fjármál fyrirtækja og var augum beint að því sem er framundan í fjármálum.
Fjármáladagurinn var haldinn í gær á Hilton Nordica á vegum IFS og Háskólans í Reykjavík. Var þar fjallað um fjármál fyrirtækja og var augum beint að því sem er framundan í fjármálum. Á meðal ræðumanna var Rohit Talwar sem fjallaði um „fjármál morgundagsins“. Þá var fjallað um „FinTech“ og áhrif þess á fjármálamarkaðinn. Þá var sjónum beint að fjárstýringu og miðluðu fjármálastjórar af reynslu sinni og ræddu um strauma og stefnur á því sviði. Í lok ráðstefnunnar var rætt um framtíðarhorfur og það hvaða tækifæri losun hafta hefði fyrir fjármálastjórn fyrirtækis.