Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingar úr GL og GR, eru báðar í fremstu röð eftir fyrsta hringinn á Ribeira Sacra-golfmótinu sem hófst í Lugo á Norður-Spáni í gær, en það er liður í LET Access-mótaröðinni, næststerkustu...

Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingar úr GL og GR, eru báðar í fremstu röð eftir fyrsta hringinn á Ribeira Sacra-golfmótinu sem hófst í Lugo á Norður-Spáni í gær, en það er liður í LET Access-mótaröðinni, næststerkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu.

Valdís lék á tveimur höggum undir pari vallarins, 66 höggum, og er í 5.-7. sæti af 115 keppendum, aðeins tveimur höggum á eftir Sanna Nuutinen frá Finnlandi, sem er með forystuna.

Ólafía er skammt undan í 12.-21. sæti, en hún lék á pari vallarins, 68 höggum, í gær eins og níu aðrir kylfingar.

Mótið heldur áfram í dag og þær eiga báðar alla möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna ef þær ná að fylgja þessu eftir á öðrum hringnum. vs@mbl.is