Fjórir karlmenn á þrítugsaldri gáfu sig fram við áhöfn Norrænu við komu skipsins til Seyðisfjarðar í fyrradag. Mennirnir, sem eru frá Marokkó og Túnis, voru laumufarþegar með skipinu og sögðust vera í atvinnuleit. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Austurlandi eru mennirnir rúmlega tvítugir.
Nokkrum mínútum eftir að skipið lagði að bryggju kom í ljós að þeir væru um borð. Þar sem mennirnir voru ekki með viðeigandi skilríki fengu þeir ekki að fara frá borði. Einn mannanna tók fljótlega ákvörðun um að sækja um hæli hér. Hinir mennirnir voru áfram í skipinu en struku frá borði þegar leið á daginn, en fundust skömmu síðar.
Tveir mannanna tóku þá ákvörðun um að sækja um hæli hér á landi en sá þriðji fór aftur með skipinu til Danmerkur.