• Erna Björk Sigurðardóttir var í fyrsta landsliði Íslands sem lék í lokakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í Finnlandi árið 2009.
• Erna fæddist 1982 og lék allan sinn feril með Breiðabliki. Hún varð bikarmeistari með liðinu 15 ára gömul árið 1998 en hún vann bikarinn þrisvar og varð Íslandsmeistari þrisvar með Kópavogsliðinu. Hún lagði skóna á hilluna árið 2010, aðeins 27 ára gömul, eftir að hafa slitið krossband í hné í fjórða skipti. Erna lék 36 landsleiki 2003 til 2010 og spilaði tvo af þremur leikjum Íslands á EM í Finnlandi.