Bátar við bryggju Frá Siglufirði.
Bátar við bryggju Frá Siglufirði.
Björgunarskipið Sigurvon frá Siglufirði var um hádegi í gær kallað út þegar tilkynning barst um eld um borð í báti sem var við veiðar um 1,5 sjómílur norður af Siglunesi.

Björgunarskipið Sigurvon frá Siglufirði var um hádegi í gær kallað út þegar tilkynning barst um eld um borð í báti sem var við veiðar um 1,5 sjómílur norður af Siglunesi.

Björgunarskipið fór úr höfn nokkrum mínútum eftir að útkall barst en stuttu síðar komu upplýsingar um að einungis sæist reykur í bátnum en enginn eldur og að atvikið væri minniháttar. Björgunarskipið tók bátinn í tog og hélt til hafnar. Ekkert amaði að skipverjanum sem var einn um borð.