Samvinna Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra lagði áherslu á samvinnu og heildstæða nálgun í baráttunni gegn öfgaöflum í ávarpi í öryggisráðinu.
Samvinna Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra lagði áherslu á samvinnu og heildstæða nálgun í baráttunni gegn öfgaöflum í ávarpi í öryggisráðinu.
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra ávarpaði í gær öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, en haldinn var opinn fundur í ráðinu um öfgahyggju og hryðjuverk. Í máli sínu lagði ráðherra áherslu á samvinnu og heildstæða nálgun í baráttunni gegn öfgaöflum.

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra ávarpaði í gær öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, en haldinn var opinn fundur í ráðinu um öfgahyggju og hryðjuverk. Í máli sínu lagði ráðherra áherslu á samvinnu og heildstæða nálgun í baráttunni gegn öfgaöflum. Sagði hún engar einfaldar lausnir í boði en mikilvægt væri að ráðast að rótum vandans. Þá benti hún sérstaklega á samfélagsmiðla sem hryðjuverkasamtök á borð við Ríki íslams notuðust við, en Youtube hefur t.a.m. lokað 14 milljónum myndskeiða sem rekja má til samtakanna.

Lilja átti einnig fund með Jan Eliasson, varaframkvæmdastjóra SÞ, og flutti lokaorð á málþingi um mikilvægi þátttöku kvenna í friðarviðræðum og sáttaumleitun.