John Key forsætisráðherra.
John Key forsætisráðherra.
Forseti þingsins á Nýja-Sjálandi sá ekki ástæðu til að hygla forsætisráðherra landsins í heitri umræðu um Panamaskjölin og ákvað að vísa honum af þingfundi í gær.

Forseti þingsins á Nýja-Sjálandi sá ekki ástæðu til að hygla forsætisráðherra landsins í heitri umræðu um Panamaskjölin og ákvað að vísa honum af þingfundi í gær.

Þingforsetinn David Carter sagði að hann hefði átt einskis annars úrkosti en að vísa John Key forsætisráðherra á dyr vegna þess að hann hefði hvað eftir annað hunsað tilmæli um að sýna stillingu. „Hann nýtur engra forréttinda hér á þinginu og þarf að lúta sömu reglum og allir aðrir,“ sagði Carter.

Key hafði þrisvar sinnum verið vikið af þingfundi áður en hann varð forsætisráðherra. Hann er ekki fyrsti forsætisráðherrann á Nýja-Sjálandi sem er rekinn af þingfundi. Helen Clark var vísað úr þingsalnum árið 2005 og David Lange tvisvar á árunum 1986-87 þegar þau gegndu embættinu.