Vopnaðar sveitir talibana myrtu minnst 16 manns og rændu fjölmörgum almennum borgurum til viðbótar er þær sátu fyrir rútubílum sem ekið var um hérað í norðurhluta Afganistans í gær.

Vopnaðar sveitir talibana myrtu minnst 16 manns og rændu fjölmörgum almennum borgurum til viðbótar er þær sátu fyrir rútubílum sem ekið var um hérað í norðurhluta Afganistans í gær.

Fréttaveita AFP greinir frá því að fólkið hafi tilheyrt um 200 manna hópi sem var um borð í fjórum rútubílum. Voru bílarnir á leið til Kabúl, höfuðborgar landsins, þegar vígamenn létu skyndilega til skarar skríða. Samkvæmt AFP réðust vopnaðir menn um borð í rúturnar, vísuðu farþegunum út og skutu því næst suma þeirra af stuttu færi. „Talibanar myrtu 16 farþega og eru með yfir 30 í haldi,“ segir Sayed Mahmood Danish, talsmaður landstjórans í Kunduz-héraði, í samtali við AFP .

Lögreglustjórinn á svæðinu segir hins vegar fleiri hafa látist, eða minnst 17, en að sögn hans eru farþegarnir allir almennir borgarar. Talið er þó að einhverjir þeirra séu fyrrverandi lögreglumenn.