— Morgunblaðið/Eggert
Tíu dýr eru komin á land það sem af er hefnuveiðivertíðinni. Hrafnreyður KÓ-100 landaði tíunda dýrinu í Hafnarfjarðarhöfn í gær. Rokkarinn úr Njarðvík er einnig að veiðum. Veiðarnar hófust 25. apríl og eru stundaðar í Faxaflóa.

Tíu dýr eru komin á land það sem af er hefnuveiðivertíðinni. Hrafnreyður KÓ-100 landaði tíunda dýrinu í Hafnarfjarðarhöfn í gær. Rokkarinn úr Njarðvík er einnig að veiðum.

Veiðarnar hófust 25. apríl og eru stundaðar í Faxaflóa. „Þetta gengur ljómandi vel núna. Á sama tíma í fyrra vorum við búnir að fá tvö dýr en þá setti verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun strik í reikninginn,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar ehf. sem gerir út Hrafnreyði og rekur vinnsluna í Hafnarfirði.

Dýrin eru skorin úti á sjó og flutt í vinnsluna í stórum bitum í fiskikerum. Þar taka dýralæknar út hverja einustu löndun. Kjötið fer ferskt í búðir og á veitingastaði.

helgi@mbl.is