• Arna Sif Pálsdóttir er leikjahæst af þeim landsliðskonum Íslands í handknattleik sem mæta Frökkum í Laugardalshöll í kvöld. • Arna fæddist 1988 og lék með HK til ársins 2009.

Arna Sif Pálsdóttir er leikjahæst af þeim landsliðskonum Íslands í handknattleik sem mæta Frökkum í Laugardalshöll í kvöld.

• Arna fæddist 1988 og lék með HK til ársins 2009. Þá fór hún til Danmerkur og lék í eitt ár með Horsens, eitt ár með Esbjerg, tvö ár með Aalborg DH og tvö ár með SK Aarhus en var að ljúka sínu fyrsta tímabili með Nice í Frakklandi. Hún hefur leikið með íslenska liðinu á öllum stórmótum þess, EM 2010, HM 2011 og EM 2012. Arna hefur spilað 119 landsleiki og skorað í þeim 181 mark.