Peningaskrímsli George Clooney er tekinn í gíslingu í Money Monster.
Peningaskrímsli George Clooney er tekinn í gíslingu í Money Monster.
Money Monster Nýjasta kvikmynd leikstjórans Jodie Foster segir af Lee nokkrum Gates sem er stjórnandi vinsæls sjónvarpsþáttar um fjármál, Money Monster.
Money Monster

Nýjasta kvikmynd leikstjórans Jodie Foster segir af Lee nokkrum Gates sem er stjórnandi vinsæls sjónvarpsþáttar um fjármál, Money Monster. Dag einn þegar Gates er í beinni útsendingu ryðst ungur maður, Kyle Budwell, inn í tökuverið og tekur Lee í gíslingu. Maðurinn er með sprengjubelti og hótar að sprengja það í loft upp, ævareiður yfir því að hafa tapað aleigu sinni á því að kaupa hlutabréf í fyrirtæki sem Gates mælti með í þættinum. Budwell telur brögð hafa verið í tafli og krefst svara af Gates. Hefst þar með barátta upp á líf og dauða. Með aðalhlutverk fara George Clooney, Julia Roberts og Jack O'Connell og leikarinn Darri Ingólfsson fer auk þess með lítið hlutverk. Metacritic: 54/100

Teenage Mutant Ninja Turtles:

Out of the Shadows

Stökkbreyttu táningsskjaldbökurnar og bræðurnir Donatello, Leonardo, Michaelangelo og Raphael snúa aftur eftir ævintýri síðustu myndar sem sýnd var í kvikmyndahúsum fyrir um tveimur árum. Að þessu sinni fær erkióvinur þeirra, Shredder, vísindamanninn Baxter Stockman til að búa til nýja tegund af andstæðingum sem reynast einkar erfiðir viðureignar. Með aðalhlutverk fara Megan Fox, Stephen Amell, Laura Linney, Alessandra Ambrosio, Will Arnett, Alan Ritchson, Noel Fisher og Pete Ploszek og leikstjóri er Dave Green. Enga samantekt er að finna á gagnrýni um kvikmyndina.