Verð á aflaheimildum í krókaaflamarkskerfinu hefur nálgast verð í aflamarkskerfinu síðustu misseri og er nú það sama. Hér áður fyrr var verðmunurinn á heimildunum að jafnaði um 10-20% milli kerfanna, að því er fram kemur á heimasíðu Fiskistofu.

Verð á aflaheimildum í krókaaflamarkskerfinu hefur nálgast verð í aflamarkskerfinu síðustu misseri og er nú það sama. Hér áður fyrr var verðmunurinn á heimildunum að jafnaði um 10-20% milli kerfanna, að því er fram kemur á heimasíðu Fiskistofu.

Undanfarna mánuði hefur verð á aflaheimildum verið nokkuð stöðugt í þorski bæði í aflamarks- og krókaaflamarkskerfinu og er nú í kringum 225 kr./kg í báðum kerfum. Verðið í aflamarkskerfinu fór hæst í upphafi árs 2012 í 330 kr. Verðið hefur verið nokkuð stöðugt síðastliðin tvö ár, á bilinu 215 til 227 kr. í aflamarkskerfinu, en verð hefur hækkað eitthvað í krókaaflamarkskerfinu.

Árið 2007 voru 40.651 tonn leigð á milli skipa í báðum kerfum. Magnið dróst nokkuð saman árin eftir efnahagshrunið en tók þá að aukast til 2014 er það fór í 32.557 tonn. Magnið var litlu minna í fyrra, eða 29 þúsund tonn.