„Þetta verður umbreyting fyrir konunglega breska sjóherinn, breska herinn í heild sinni og í raun fyrir landið allt,“ segir Jerry Kyd, sjóliðsforingi og verðandi skipstjóri nýs flugmóðurskips breska sjóhersins.

„Þetta verður umbreyting fyrir konunglega breska sjóherinn, breska herinn í heild sinni og í raun fyrir landið allt,“ segir Jerry Kyd, sjóliðsforingi og verðandi skipstjóri nýs flugmóðurskips breska sjóhersins.

Vísar hann í máli sínu til þess að breska varnarmálaráðuneytið mun árið 2020 taka í þjónustu tvö ný flugmóðurskip af gerðinni Queen Elizabeth. Verður annað þeirra nefnt HMS Queen Elizabeth en hitt HMS Prince of Wales.

Skipin verða þau stærstu sem smíðuð hafa verið fyrir breska sjóherinn, um 280 metra löng og 65.000 tonn. Í áhöfn verða um 700 sjóliðar og um borð fjölmargar orrustuþotur af gerðinni F-35. Sjóprófanir hefjast að líkindum síðar á þessu ári.