Bílar Eldsneytisgjöld eru tekjulind.
Bílar Eldsneytisgjöld eru tekjulind. — Morgunblaðið/Ómar
Tekjur ríkisins af bensínsölu til notenda bílaleigubíla námu í fyrra rúmum 5 milljörðum króna í beinar tekjur, s.s. af bensín- og kolefnagjaldi sem lagt var á áætlaðar rúmar 54 milljónir lítra af eldsneyti.

Tekjur ríkisins af bensínsölu til notenda bílaleigubíla námu í fyrra rúmum 5 milljörðum króna í beinar tekjur, s.s. af bensín- og kolefnagjaldi sem lagt var á áætlaðar rúmar 54 milljónir lítra af eldsneyti.

Þetta kemur fram í útreikningum byggðum á upplýsingum frá bæði fyrirtækjum í greininni og Samgöngustofu. Samkvæmt þeim voru hér að jafnaði um 11.500 bílaleigubílar á tímabilunum janúar-maí og september-desember en 15.000 yfir sumarmánuðina júní-ágúst.

635 milljón km keyrðir

Nýting bílaleiguflotans var heilt yfir áætluð 80% yfir sumarið og 65% að vetri. Meðalkeyrsla hvers bíls á dag var frá 200 km að vetri upp í 250 km að sumri. Alls er því talið að bílaleigubílar hafi keyrt 635 milljón kílómetra á íslenskum vegum í fyrra.

Áætluð meðaleldsneytisnotkun bílaleiguflotans var átta lítrar fyrir hverja hundrað kílómetra keyrða að sumri og 8,5 lítrar að vetri og meðalverð eldsneytis 184 kr. Þá var hlutur opinberra gjalda í útsöluverði eldsneytis að jafnaði 51% yfir árið, samkvæmt tölum frá FÍB.

Til hliðsjónar má nefna að heildarútgjöld ríkisins til samgöngumála fyrir árið 2016 eru skv. fjárlögum 28,4 milljarðar. bso@mbl.is