— Morgunblaðið/Golli
1. júní 1968 Sundlaugin í Laugardal í Reykjavík var vígð og opnuð almenningi. Gömlu sundlaugunum í Laugardal var þá lokað. 1. júní 1999 Veðurstofan tók upp mælieininguna metra á sekúndu í stað vindstiga.

1. júní 1968

Sundlaugin í Laugardal í Reykjavík var vígð og opnuð almenningi. Gömlu sundlaugunum í Laugardal var þá lokað.

1. júní 1999

Veðurstofan tók upp mælieininguna metra á sekúndu í stað vindstiga. Tæpu ári síðar var naumlega felld á Alþingi tillaga um að taka vindstigin upp aftur.

1. júní 2000

Elton John hélt tónleika á Laugardalsvelli í Reykjavík. „Tónleikagestir yljuðu sér við dúnmjúkan söng poppgoðsins fræga,“ sagði DV.

1. júní 2015

Fosshótel Höfðatorgi var opnað. Það er stærsta hótel landsins, 320 herbergi, og rúm fyrir 650 gesti. Byggingarkostnaður var um átta milljarðar króna.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson