Geirfuglinn Fyrsti kjörgripur sýningarinnar er geirfuglinn.
Geirfuglinn Fyrsti kjörgripur sýningarinnar er geirfuglinn. — Morgunblaðið/Einar Falur
Þeir sem vettlingi geta valdið ættu ekki að láta sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu framhjá sér fara.

Þeir sem vettlingi geta valdið ættu ekki að láta sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu framhjá sér fara. Þar er mikið í lagt og er sýningin sannkallað ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú í sjö álmum hússins með jafn mörgum sjónarhornum sem tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil. Teflt er saman verkum viðurkenndra listamanna og ófaglærðra, nýrri listsköpun og fornri, svo sem Jónsbók og vídeóverki Ragnars Kjartanssonar. Sérstök fræðslurými og fræðsluefni sem hæfir öllum aldurshópum er aðgengilegt á sýningunni.

Sjónarhorn er grunnsýning í sjónrænum menningararfi Íslendinga, en þar eru sýnd verk í eigu Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns – Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar, en Þjóðminjasafnið sér um rekstur hússins. Samstarf þessara sex stofnana býður upp á einstakt tækifæri til að skoða arfleifðina í nýju samhengi og varpa ljósi á ósagða sögu með nýstárlegum hætti.

Á vefnum www.safnahusid.is/vefleidsögn má fá vefleiðsögn um sýninguna.