Lestur Lestrarhesturinn Sleipnir kom í heimsókn í Borgarbókasafnið og Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, las úr Mömmu klikk.
Lestur Lestrarhesturinn Sleipnir kom í heimsókn í Borgarbókasafnið og Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, las úr Mömmu klikk.
Sumarlestur Borgarbókasafnsins er lestrarhvetjandi verkefni fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem markmiðið er að lesa sem flestar bækur í sumarfríinu.

Sumarlestur Borgarbókasafnsins er lestrarhvetjandi verkefni fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem markmiðið er að lesa sem flestar bækur í sumarfríinu. Sumarlesturinn stendur yfir í allt sumar í menningarhúsum Borgarbókasafnsins og fór hann af stað með pompi og prakt í síðustu viku þegar lestrarhesturinn Sleipnir kom í heimsókn og Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari las úr hinni margverðlaunuðu bók sinn Mömmu klikk fyrir hóp nemenda úr fjórða bekk Vesturbæjarskóla.

Eftir því sem lesnar eru fleiri bækur og þær skráðar til leiks eru meiri möguleikar á að hljóta vinning. Börnin skrifa titil bókarinnar sem þau lesa á útklipptan fisk, merkja fiskinn með nafni sínu og símanúmeri og stinga honum til sunds í „fiskabúr“, sem verður að finna í öllum söfnunum. Vikulega verður dregið út nafn eins lesanda, sem hlýtur vinning að launum. Að auki fær einn heppinn þátttakandi vegleg verðlaun í lok sumars. Öll grunnskólabörn geta tekið þátt.