Ásdís Hjálmsdóttir
Ásdís Hjálmsdóttir
Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, varð í 6. sæti í Riga-bikarnum í Lettlandi í gær. Þetta var þriðja mót Ásdísar á keppnistímabilinu en hún kastaði spjótinu lengst 57,86 metra, í fimmtu tilraun af sex.

Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, varð í 6. sæti í Riga-bikarnum í Lettlandi í gær. Þetta var þriðja mót Ásdísar á keppnistímabilinu en hún kastaði spjótinu lengst 57,86 metra, í fimmtu tilraun af sex. Það var eina kast Ásdísar yfir 57 metrana. Sigurvegari var heimakonan Sinta Ozolina sem kastaði lengst 62,78 metra.

„Ég er búin að vera að berjast við að finna minn takt og í dag [í gær] tókst það næstum því. Ég þarf bara að halda mér uppi í lok kastsins og þá förum við að sjá allt aðrar tölur,“ sagði Ásdís á Facebook-síðu sinni.

Næsta mót Ásdísar er í Prag í Tékklandi á mánudaginn. Ásdís keppir á Evrópumeistaramótinu í Amsterdam, 6.-10. júlí, og hápunktur tímabilsins er svo Ólympíuleikarnir í Ríó, þar sem Ásdís keppir í undankeppninni þann 16. ágúst. sindris@mbl.is