Nýtt fyrirkomulag varðandi eftirlit þeirra sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini var kynnt á fundi sem starfsfólk krabbameinslækningadeildar og Brjóstaheill – Samhjálp kvenna stóðu fyrir í gær.
Nýtt fyrirkomulag varðandi eftirlit þeirra sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini var kynnt á fundi sem starfsfólk krabbameinslækningadeildar og Brjóstaheill – Samhjálp kvenna stóðu fyrir í gær. Samkvæmt fyrirkomulaginu munu hjúkrunarfræðingar í auknum mæli koma að eftirlitinu, í stað lækna. Að sögn Gunnars Bjarna Ragnarssonar, yfirlæknis lyflækninga krabbameina á Landspítalanum, er það mikil einföldun að halda því fram að hjúkrunarfræðingar sjái nú alfarið um eftirlitið. „Við erum að bæta þjónustu við brjóstakrabbameinsgreinda, sem felst í því að virkja fleiri starfsstéttir í að vinna með brjóstakrabbameinsgreindum og fjölga samskiptamöguleikum við lækna.“ Fundurinn var vel sóttur og er Gunnar Bjarni bjartsýnn á framhaldið. „Við ætlum að vinna með Brjóstaheillum að því að bæta þjónustuna.“