Bílar Matt LeBlanc og Chris Evans stjórna Top Gear.
Bílar Matt LeBlanc og Chris Evans stjórna Top Gear.
Matt LeBlanc skaust upp á stjörnuhimininn í hlutverki sínu sem Joey Tribbiani í gamanþáttunum Friends. Joey var vinur allra, viðkunnanlegur og skemmtilegur karakter, en einn og óstuddur átti hann ekki séns.

Matt LeBlanc skaust upp á stjörnuhimininn í hlutverki sínu sem Joey Tribbiani í gamanþáttunum Friends. Joey var vinur allra, viðkunnanlegur og skemmtilegur karakter, en einn og óstuddur átti hann ekki séns. Þáttaröð tileinkuð Joey, eftir að Vinirnir höfðu yfirgefið sviðið, náði sér aldrei á strik.

Aðdáendur Matt LeBlanc sáu síðan lítið af honum næstu árin, þar til hann skaut upp kollinum í þáttaröðinni Episodes og nú aftur sem einn af þáttastjórnendum hins geysivinsæla Top Gear.

Jeremy Clarkson gerði þáttinn einn þann vinsælasta sem sýndur hefur verið í sjónvarpi en eftir stimpingar við einn af framleiðendum þáttarins var mælirinn fullur hjá BBC, Clarkson var látinn taka pokann sinn.

Töluverð spenna hefur ríkt meðal aðdáenda Top Gear um hvernig nýir þáttastjórnendur þrói þáttinn en ásamt Matt LeBlanc var enginn annar en útvarpsmaðurinn og grínistinn Christopher James Evans fenginn til að stjórna þættinum.

Fyrsti þáttur þeirra fór í loftið á sunnudaginn og ef framhaldið verður í svipuðum dúr geta aðdáendur LeBlanc búist við því að dvöl hans í bresku sjónvarpi verði stutt.

Vilhjálmur A. Kjartansson