Smárabyggð Stefnt er að þéttingu byggðarinnar sunnan Smáralindarinnar.
Smárabyggð Stefnt er að þéttingu byggðarinnar sunnan Smáralindarinnar.
Kópavogsbær, fyrirtækið Smárabyggð og fasteignafélagið Reginn hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu á svæðinu sunnan Smáralindar. Stefnt er að því að á svæðinu rísi um 620 íbúðir. Þá er einnig gert ráð fyrir húsnæði undir atvinnuhúsnæði.

Kópavogsbær, fyrirtækið Smárabyggð og fasteignafélagið Reginn hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu á svæðinu sunnan Smáralindar. Stefnt er að því að á svæðinu rísi um 620 íbúðir. Þá er einnig gert ráð fyrir húsnæði undir atvinnuhúsnæði.

Morgunblaðið hefur áður sagt frá fyrirhugaðri uppbyggingu á svæðinu en þá var gert ráð fyrir því að á svæðinu myndu rísa um 500 íbúðir. Nú hefur þeim áformum hins vegar verið breytt og aukin áhersla verður lögð á minni og ódýrari íbúðir.

Ingvi Jónasson hjá Klasa, sem er þróunaraðili verkefnisins, segir í samtali við mbl.is að hugmyndin sé sú að byggja upp nýtt miðsvæði sem verði í raun annar miðbærinn á höfuðborgarsvæðinu á eftir gamla miðbæ Reykjavíkur. „Það er verið að búa til nútímaborgarhverfi með verslun og þjónustu að hluta til á jarðhæðum,“ segir Ingvi.

Í skipulagi svæðisins er gert ráð fyrir 1,1 til 1,2 bílastæðum á hverja reista íbúð. Ingvi segir að stór hluti bílastæðanna sé hugsaður neðanjarðar en að einhver stæði verði einnig ofanjarðar. Líklegt megi þó teljast að samnýta megi einhvern hluta þeirra stæða sem fyrir séu á svæðinu.