— Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Freyr Steinar Gunnlaugsson, á línubátnum Jóni á Nesi ÓF 28, kom til hafnar í Siglufirði með heldur óvenjulegan afla, því um sjö metra hákarl hafði flækst í einni línunni og var enn lifandi þegar hann náðist upp á yfirborðið.

Freyr Steinar Gunnlaugsson, á línubátnum Jóni á Nesi ÓF 28, kom til hafnar í Siglufirði með heldur óvenjulegan afla, því um sjö metra hákarl hafði flækst í einni línunni og var enn lifandi þegar hann náðist upp á yfirborðið. „Ég hef einu sinni áður fengið hákarl á línuna en þá var hann dauður þegar hann kom upp. Þessi var ósköp rólegur en hann tók eitt og eitt kast. Hann gerði það hægt en allt í einu fór hann af stað og þá kipptist duglega í línuna,“ segir Freyr. Hákarlinn mældist um sjö metrar að lengd, en að sögn Freys kom ferlíkið á línuna um 12 mílur úti af Siglunesi, á rúmlega 180 faðma dýpi.

Fjöldi manns safnaðist á bryggjunni til að fylgjast með þegar þeir Sverrir Björnsson og dóttursonur hans, Sævar Örn Kárason, gerðu að hákarlinum og skáru hann í beitu, sem mun gleðja einhverja bragðlauka.

benedikt@mbl.is