Ósáttur Bandaríski rapparinn Snoop Dogg horfir ekki á Roots.
Ósáttur Bandaríski rapparinn Snoop Dogg horfir ekki á Roots. — AFP
Rapparinn Snoop Dogg hvetur bandaríska blökkumenn til þess að horfa ekki á Roots , nýja þáttaröð sem er endurgerð samnefndrar þáttaraðar frá árinu 1977.

Rapparinn Snoop Dogg hvetur bandaríska blökkumenn til þess að horfa ekki á Roots , nýja þáttaröð sem er endurgerð samnefndrar þáttaraðar frá árinu 1977.

Nýju þættirnir hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda en Snoop er ekki eins hrifinn og segir í myndbandi sem hann setti á Instagram að hann sé búinn að fá nóg af sjónvarpsþáttum og kvikmyndum sem sýni misþyrmingar á þeldökkum Bandaríkjamönnum.

12 Years a Slave , Roots , Underground , ég get ekki horft á þennan fjára lengur,“ sagði Snoop. „Þeir ætla bara að halda áfram að sýna okkur misþyrmingarnar sem við urðum fyrir fyrir mörg hundruð árum. En vitið þið hvað – við sætum enn sömu illu meðferðinni,“ sagði Snoop og lagði til að heldur yrðu gerðir þættir og kvikmyndir um velgengni þeldökkra Bandaríkjamanna. Þættirnir Roots , eða Rætur , eru byggðir á samnefndri bók Alex Haley og fjalla um ungan Afríkumann, Kunta Kinte, sem hnepptur er í ánauð og fluttur til Bandaríkjanna, og afkomendur hans.