Kjaradeila Viðsemjendur komu saman hjá sáttasemjara í gær.
Kjaradeila Viðsemjendur komu saman hjá sáttasemjara í gær. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fundi flugumferðarstjóra og Isavia hjá ríkissáttasemjara, sem fram fór í gær, lauk án árangurs. Fundurinn hófst klukkan níu í gærmorgun og lauk klukkan tvö eftir hádegi. Næsti fundur í kjaradeilunni hefur verið boðaður á föstudag.

Fundi flugumferðarstjóra og Isavia hjá ríkissáttasemjara, sem fram fór í gær, lauk án árangurs. Fundurinn hófst klukkan níu í gærmorgun og lauk klukkan tvö eftir hádegi. Næsti fundur í kjaradeilunni hefur verið boðaður á föstudag.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Morgunblaðið að lítið hafi þokast í viðræðunum. Að sögn Jóns Inga Jónssonar, varaformanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra, var niðurstaða fundarins sú að flugumferðarstjórar ætla að afla frekari gagna fyrir næsta fund. „Isavia ætlar að taka saman gögn fyrir félagið og við munum fara yfir þau, reikna og skoða og reyna að mjaka þessu áfram.“ Jón Ingi var ekki tilbúinn til að gefa nánari upplýsingar um eðli gagnanna að svo stöddu. Ekki má búast við töfum á Keflavíkurflugvelli vegna aðgerða flugumferðarstjóra fram að fundinum á föstudag.