Anne Hidalgo
Anne Hidalgo
Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, vill setja upp nýjar og stærri flóttamannabúðir innan marka höfuðborgar Frakklands, en með þessu vill hún leysa af hólmi þær bráðabirgðabúðir sem fyrir eru í borginni og þykja ekki uppfylla kröfur um aðbúnað og...

Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, vill setja upp nýjar og stærri flóttamannabúðir innan marka höfuðborgar Frakklands, en með þessu vill hún leysa af hólmi þær bráðabirgðabúðir sem fyrir eru í borginni og þykja ekki uppfylla kröfur um aðbúnað og heilbrigði. Talið er að um 800 manns búi í áðurnefndum búðum sem finna má norður af París.

Að sögn fréttaveitu AFP greindi borgarstjórinn frá því á blaðamannafundi, sem haldinn var í gær, að borgarstarfsmenn væru nú að meta hin ýmsu svæði innan borgarlandsins og þá hvort þau hentuðu undir flóttamannabúðir. khj@mbl.is