Engin kvörtun. S-Allir Norður &spade;64 &heart;K64 ⋄KDG63 &klubs;943 Vestur Austur &spade;G83 &spade;D1095 &heart;108752 &heart;D9 ⋄973 ⋄Á105 &klubs;D5 &klubs;KG87 Suður &spade;ÁK72 &heart;ÁG3 ⋄84 &klubs;Á1065 Suður spilar 3G.

Engin kvörtun. S-Allir

Norður
64
K64
KDG63
943

Vestur Austur
G83 D1095
108752 D9
973 Á105
D5 KG87

Suður
ÁK72
ÁG3
84
Á1065

Suður spilar 3G.

Ekki er víst að allt sé í himnalagi þó svo að enginn kvarti. Fjölmörg mistök vekja enga athygli eða umræðu af þeirri einföldu ástæðu að þau kosta ekki neitt. Menn sleppa við réttmæta refsingu.

Suður vakti á grandi og norður lyfti í þrjú. Útspilið var hjarta, lítið úr borði og drottningin drepin. Sagnhafi spilaði nú tígli á kónginn og átti slaginn. Þá fór hann heim á spaðaás og spilaði aftur tígli á drottninguna. Austur tók nú á ásinn og svaraði makker upp í hjarta. Sagnhafi drap í borði, tók tígulgosa og lagði upp tíu slagi þegar báðir fylgdu lit. Er ástæða til að kvarta?

Svo sannarlega. Sagnhafi átti að spila litlum tígli frá báðum höndum í fyrstu atrennu. Þannig tryggir hann sér samgang í 4-2 legunni. Þetta hefðu allir við borðið séð og talað um ef tígullinn hefði ekki brotnað 3-3.