Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sú undarlega hugmynd að hætta að leyfa fólki að nýta sér samsköttunarregluna á milli hjóna og sambýlisfólks slæddist illa rökstudd inn í eitt af frumvörpum ríkisstjórnarinnar á þessu þingi.

Sú undarlega hugmynd að hætta að leyfa fólki að nýta sér samsköttunarregluna á milli hjóna og sambýlisfólks slæddist illa rökstudd inn í eitt af frumvörpum ríkisstjórnarinnar á þessu þingi.

Einn hópur fólks var tekinn út úr og lagt til að samsköttunarreglan gilti ekki fyrir hann, en það er sá hópur sem einnig verður fyrir því að lenda í hærra skattþrepi vinstri stjórnarinnar sem enn er við lýði (það er að segja skattþrepið – vinstri stjórnin mun vera farin frá þó að eðlilegt sé að einhverjir efist um það.)

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar rak sem betur fer augun í að eitthvað væri bogið við frumvarpið og leggur til í nefndaráliti sínu að samsköttunin verði að fullu í gildi. Um þetta segir meirihlutinn: „Samsköttun hjóna er meginregla sem helgast af réttindum og skyldum sem hjón bera og rétt er að tvö heimili með sömu tekjur beri sömu skatta.“

Fulltrúar VG og Samfylkingar í nefndinni eru á móti þessari sanngjörnu tillögu meirihlutans, eins og við var að búast. Og Árni Páll Árnason vildi í umræðum á þingi tryggja að enginn efi væri um að Samfylkingin væri að hverfa inn í VG með því að gagnrýna meirihlutann og spyrja forsætisráðherra álits á tillögu hans.

Af einhverjum ástæðum svaraði forsætisráðherra því til að tillaga meirihlutans hefði komið sér á óvart. En hvers vegna? Hann ætti manna best að vita að vinstri stjórnin er farin frá.