Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið þrjá karlmenn, sem allir eru hælisleitendur frá Pakistan, grunaða um að hafa beitt fjölmargar konur kynferðislegu ofbeldi á tónlistarhátíð sem haldin var í borginni Darmstadt.

Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið þrjá karlmenn, sem allir eru hælisleitendur frá Pakistan, grunaða um að hafa beitt fjölmargar konur kynferðislegu ofbeldi á tónlistarhátíð sem haldin var í borginni Darmstadt. Fréttaveita AFP greinir frá því að konurnar séu alls 18 talsins og að flestar séu þær ungar að aldri.

Konurnar segja hóp manna hafa umkringt sig síðastliðinn laugardag, en frá hendi þessara manna þurftu þær m.a. að þola káf og svívirðingar. Lögreglan segist einnig vera að rannsaka hvort sumar þeirra hafi jafnframt verið rændar.

Hinir handteknu eru á aldrinum 28 til 31 árs, en samkvæmt AFP leitar lögreglan að minnst tveimur mönnum til viðbótar í tengslum við rannsóknina. Árásir þessar eru sagðar líkjast þeim sem gerðar voru í Köln á nýársnótt. khj@mbl.is