Menningarsetur múslima verður borið út úr Ýmishúsinu í Skógarhlíð í dag í samræmi við úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Stofnun múslima á Íslandi, sem á húsið, höfðaði mál gegn Menningarsetrinu og vildi að trúarfélagið færi úr húsinu.
Menningarsetur múslima verður borið út úr Ýmishúsinu í Skógarhlíð í dag í samræmi við úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Stofnun múslima á Íslandi, sem á húsið, höfðaði mál gegn Menningarsetrinu og vildi að trúarfélagið færi úr húsinu. Stofnunin hélt því fram að vera Menningarsetursins í húsnæðinu byggðist á samningi sem hefði aldrei öðlast gildi sem leigusamningur og hefði verið þinglýst í óþökk húseiganda. Menningarsetrið hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.