Strætó Ekur nú samkvæmt sumaráætlun sem tók gildi á sunnudag.
Strætó Ekur nú samkvæmt sumaráætlun sem tók gildi á sunnudag. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Matarmarkaður verður opnaður á Hlemmi í sumar en áætluð verklok eru í september og er undirbúningur í fullum gangi.

Matarmarkaður verður opnaður á Hlemmi í sumar en áætluð verklok eru í september og er undirbúningur í fullum gangi. Farþegar Strætó munu, eins og aðrir, njóta góðs af markaðnum, þar sem fjöldi aðila mun bjóða upp á mat sem hægt verður að neyta á staðnum eða taka með sér. „Það verður engin breyting á leiðakerfi Strætó í kringum Hlemm að þessu sinni en það er horft til BSÍ í framtíðinni og við erum að skoða hvort við getum fært leiðir þangað smátt og smátt eða hvort við gerum það allt í einu. Það er margt í gangi sem miðar að því að þjónusta farþegana sem best og nýta fjármagn sem hagkvæmast,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.

Sumaráætlun Strætó tók gildi á sunnudag með nokkrum tilfæringum á leiðakerfinu. Strætó er þegar byrjað að vinna að vetraráætlun sem tekur gildi í haust og eru nokkrar tillögur komnar inn á borð Reykjavíkurborgar.

Fram hefur komið að leið 5 muni hætta að keyra í Hádegismóa og mun leið 16 taka við því hlutverki. Þá fer leið 18 um nýjan veg, Fellsveg í Úlfarsárdal, sem mun spara tíma.

„Þetta eru minniháttar breytingar sem tóku gildi við sumaráætlunina. Núna erum við að velta uppi hugmyndum fyrir komandi haust,“ segir Jóhannes. benedikt@mbl.is