Jógakennari Arnbjörg Kristín.
Jógakennari Arnbjörg Kristín. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari og útgefandi gongdisksins Endurómur friðar, býður þeim sem vilja að koma og slaka á og gleðjast yfir útgáfunni milli kl. 18 og 18.30 í kvöld á Ylströndinni í Nauthólsvík.

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari og útgefandi gongdisksins Endurómur friðar, býður þeim sem vilja að koma og slaka á og gleðjast yfir útgáfunni milli kl. 18 og 18.30 í kvöld á Ylströndinni í Nauthólsvík.

Gonghljómar hafa verið notaðir í slakandi tilgangi um aldir. Þeir sem vilja njóta Enduróms friðar á Ylströndinni geta annaðhvort verið í pottunum eða legið á ströndinni og vafið utan um sig teppi ef þannig viðrar. Fyrsta upptaka disksins nefnist Ylströndin og var gerð þar við flæðarmálið kl. 6 að morgni.

Arnbjörg Kristín leikur á gongið og verður geisladiskurinn til sölu í kvöld með afslætti og síðan í afgreiðslu Ylstrandarinnar.