Í kvöld halda Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar tónleika í einstöku umhverfi í Mosskógum í Mosfellsdal, og hefjast þeir kl. 20.
Í kvöld halda Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar tónleika í einstöku umhverfi í Mosskógum í Mosfellsdal, og hefjast þeir kl. 20.
Hljómsveitin skorar á gesti að koma með útilegustólana, teppin og nestið og eiga frábæra stund í guðsgrænni náttúrunni, um leið og hlustað er á hljómsveitina flytja rjómann af lögum Jónasar Sig. Gott er að athuga með staðsetningu Mosskóga á mosskogar.is. Miðar fást í takmörkuðu upplagi á midi.is.