Borgþór Magnússon
Borgþór Magnússon
Á löngum tíma hefur rekið á fjörur Surtseyjar, einkum á norðurtangann, hluta úr veiðarfærum báta sem sækja á nálæg mið. Borgþór Magnússon segir að tekist hafi að hreinsa allt plastdrasl, netakúlur, belgi, plastflöskur og fleira.
Á löngum tíma hefur rekið á fjörur Surtseyjar, einkum á norðurtangann, hluta úr veiðarfærum báta sem sækja á nálæg mið. Borgþór Magnússon segir að tekist hafi að hreinsa allt plastdrasl, netakúlur, belgi, plastflöskur og fleira. Umhverfisstofnun telur að töluvert af rusli hafi horfið úr fjörunni í brimi í vetur. Timbur sem rekið hefur á land var látið vera enda lífrænt efni sem grotnar þarna niður. Björgunarfélag Vestmannaeyja aðstoðaði við verkið með því að flytja draslið til Heimaeyjar með björgunarbáti sínum en þar var því komið til förgunar. Jafnframt var úrgangsefni sem féll til á síðasta ári við lagfæringar á skála Surtseyjarfélagsins, Pálsbæ, flutt í burtu. Það gerði þyrla Landhelgisgæslunnar um leið og hún flutti leiðangursmenn til Surtseyjar. „Hreinsunin er að mínu mati mesti áfanginn í sumar. Ásýnd eyjarinnar hefur breyst mikið. Við erum nokkuð ánægðir með býlið, eins og það er núna,“ segir Borgþór.