Fjöldi starfa í ferðaþjónustu.
Fjöldi starfa í ferðaþjónustu.
Aðstæðum á vinnumarkaði svipar til þess sem var áður en fjármálakreppan skall á samkvæmt greiningu Arion banka.

Aðstæðum á vinnumarkaði svipar til þess sem var áður en fjármálakreppan skall á samkvæmt greiningu Arion banka. Meðalatvinnuleysi síðustu tólf mánuði hefur ekki verið lægra síðan í ársbyrjun 2009 og mælist nú 3,5 prósent samkvæmt könnun Hagstofunnar og 2,5 prósent samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar.

Fyrir þau tólf þúsund störf sem töpuðust á árunum 2008 til 2010 hafa 16.300 störf komið í staðinn. Flest störf eða 3.300 eru við verslun og viðgerðir en 3.200 störf hafa orðið til við rekstur gisti- og veitingastaða.

Starfandi konum fjölgaði um 7.200 á tímabilinu 2010-2015 en starfandi körlum yfir sama tímabil um 9.100.