Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að þrátt fyrir að eftirspurnin hafi færst á milli markaða og fólk sé í auknum mæli að fjárfesta í eignum í stað þess að leigja þær, komi þróunin á óvart.

Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að þrátt fyrir að eftirspurnin hafi færst á milli markaða og fólk sé í auknum mæli að fjárfesta í eignum í stað þess að leigja þær, komi þróunin á óvart. Segir hann efnameiri einstaklinga sem áður hafi verið á leigumarkaði og höfðu mestu getuna til að greiða leigu vera þann hóp sem helst hafi verið að kaupa fasteignir og þar með hafi kaupmáttur farið af markaðnum.

Segir hann mikla eftirspurn vera eftir íbúðarhúsnæði, hvort sem er til kaupa eða leigu.

Ásgeir segir þróunina, þ.e. lækkun leiguverðs, hafa byrjað í vetur og megi e.t.v. rekja til fjölgunar leigjenda í úthverfum og því séu færri íbúðir til útleigu í miðborginni sem lækkar meðaltal leiguverðs.

Eins þurfi að leiðrétta m.t.t. gæða íbúða og líkur séu á að gæðameiri íbúðir miðborgarinnar séu í útleigu til ferðamanna og ódýrari íbúðir hlutfallslega fleiri nú en áður af þinglýstum leigusamningum.