Slys Talsvert var um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku.
Slys Talsvert var um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku.
Fjórtán vegfarendur slösuðust í þrettán umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Í færslu á Faceboook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær segir að illa gangi að fækka slysum og það sé áhyggjuefni.

Fjórtán vegfarendur slösuðust í þrettán umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Í færslu á Faceboook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær segir að illa gangi að fækka slysum og það sé áhyggjuefni. Þar segir einnig að fjöldi reiðhjólaslysa veki athygli en næstum þriðjungur slysanna í síðustu viku voru reiðhjólaslys.

Laugardagurinn 23. júlí var sá dagur vikunnar þegar flest slys voru tilkynnt, en alls voru þau fimm og samtals voru fjórir fluttir á slysadeild vegna þeirra. Daginn áður féll stúlka af reiðhjóli í Löngumýri eftir að geitungur hafði stungið hana í vörina og var hún flutt á slysadeild.