Surtsey Draumaland vísindamanna sem fylgjast með myndun lífs á nýju landi.
Surtsey Draumaland vísindamanna sem fylgjast með myndun lífs á nýju landi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Alls 61 tegund háplantna fannst í árlegum leiðangri vísindamanna til Surtseyjar á dögunum. Plönturnar voru 65 í fyrra og er talið að fjórar tegundir, sem stóðu reyndar mjög veikt, hafi orðið undir í samkeppni við sér öflugri grös.

Alls 61 tegund háplantna fannst í árlegum leiðangri vísindamanna til Surtseyjar á dögunum. Plönturnar voru 65 í fyrra og er talið að fjórar tegundir, sem stóðu reyndar mjög veikt, hafi orðið undir í samkeppni við sér öflugri grös. Fuglalíf í eynni heldur sér ágætlega, en æðarkolla sem þar var í fyrra sást ekki nú.

Í Surtsey er tangi sem snýr til norðurs og hefur mikið brotnað úr honum síðasta árið þegar þungt hafrót vetrarins gekk þar yfir. Borgþór Magnússon hjá Náttúrufræðistofnun, sem stýrði rannsóknarleiðangrinum nú, segir þetta ekki koma á óvart. Sér þyki raunar allt eins sennilegt að tanginn hverfi á næstu hálfu öld. Slíkt gæti jafnvel gerst áður en Surtsey verður 100 ára, en hún myndaðist í eldgosi sem hófst árið 1963 og stóð í nærri fjögur ár. 11