— Morgunblaðið/Albert Kemp
26. júlí 1930 Jón Sveinsson, Nonni, 72 ára rithöfundur og prestur, var kjörinn heiðursborgari Akureyrarbæjar þegar hann kom til Eyjafjarðar í fyrsta sinn síðan hann hélt til útlanda sextíu árum áður.

26. júlí 1930

Jón Sveinsson, Nonni, 72 ára rithöfundur og prestur, var kjörinn heiðursborgari Akureyrarbæjar þegar hann kom til Eyjafjarðar í fyrsta sinn síðan hann hélt til útlanda sextíu árum áður. Í ályktun bæjarstjórnar sagði að Jón hefði „borið nafn bæjarins víða um heim, bænum og þjóðinni til vegsauka og gleði“.

26. júlí 1963

Kona á sjötugsaldri, Jóna Sigríður Jónsdóttir, fannst heil á húfi á Arnarvatnsheiði eftir víðtæka leit. Hún hafði verið á ferð á hesti sínum, Ljóma, en misst hann frá sér og legið úti í fimm nætur. „Auðvitað var mér orðið kalt,“ sagði Jóna Sigríður í samtali við Morgunblaðið.

26. júlí 2014

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði og fjögur önnur hús voru formlega tekin í notkun eftir endurbyggingu sem tók fimm ár. Þetta var stærsta verkefni Minjaverndar utan höfuðborgarsvæðisins.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson