Mælingar Veðurstofunnar á vatnshæð og rafleiðni sýndu aukinn leka jarðhitavatns undan Mýrdalsjökli í gær, en aukin jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu síðustu daga.

Mælingar Veðurstofunnar á vatnshæð og rafleiðni sýndu aukinn leka jarðhitavatns undan Mýrdalsjökli í gær, en aukin jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu síðustu daga.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er ekki um óhefðbundið atvik að ræða, jafnan verði vart við aukna jarðskjálftavirkni í Kötluöskju á sumrin, oftast í júlímánuði. Ekki voru merki um eldvirkni í gærkvöldi þegar Morgunblaðið spurði sérfræðing á Veðurstofu fregna og jarðskjálftavirknin var við það sama miðað við hefðbundinn júlímánuð. Mikið jökulvatn er í Bláfjallakvísl sem rennur frá norðurhluta Mýrdalsjökuls.

Veðurstofunni bárust í gær tilkynningar um brennisteinslykt í nágrenni Múlakvíslar og er ferðafólk á svæðinu hvatt til að gæta varúðar þar sem vöð yfir ána geti verið varhugaverð, en einnig brennisteinn og gös sem jarðhitavatninu fylgja. jbe@mbl.is