Fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries hefur verið ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot, en samkvæmt ákærunni var velta rekstrarfélags klúbbsins vantalin um tæplega 231 milljón króna árin 2010-'13.

Fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries hefur verið ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot, en samkvæmt ákærunni var velta rekstrarfélags klúbbsins vantalin um tæplega 231 milljón króna árin 2010-'13. Eigandinn er sakaður um að hafa vantalið tekjur á eigin skattframtölum sömu ár upp á 64 milljónir vegna þess að viðskiptavinir Strawberries lögðu inn á persónulegan reikning hans.

Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Þar sagði að krafa væri gerð um að ýmis verðmæti yrðu gerð upptæk, þ.ám. bankainnistæður félaga í eigu mannsins, skartgripir, skemmtibátur, 19 ökutæki og fasteignir. Þá krefst fjármálaráðherra bóta upp á 80 milljónir.