Gleðigjafar Íbúar Brúðubílsins eru þekktir fyrir að koma öllum í gott skap.
Gleðigjafar Íbúar Brúðubílsins eru þekktir fyrir að koma öllum í gott skap.
Brúðubíllinn, sem að vanda er stútfullur af sögum og söng, heimsækir Árbæjarsafn kl. 14 í dag, fimmtudaginn 28. júlí.

Brúðubíllinn, sem að vanda er stútfullur af sögum og söng, heimsækir Árbæjarsafn kl. 14 í dag, fimmtudaginn 28. júlí. Allir íbúar Brúðubílsins hafa þegar boðað komu sína, þar á meðal Lilli, sem er ein elsta brúðan í leikhúsinu, og trúðurinn Dúskur, einn af hans bestu vinum. Nærvera þeirra þykir alltaf ávísun á pottþétta skemmtun, enda eru þeir þekktir fyrir að koma öllum í gott skap – eins og raunar má segja um hina íbúa Brúðubílsins.

Í lok heimsóknarinnar, kl. 15, syngja allir saman um sumarið og sólina, en síðan er tilvalið fyrir yngstu kynslóðina að heimsækja sýninguna „Komdu að leika“. Sýningin er í einu safnhúsinu, sem kallast Landakot, og er þar gríðarlegt úrval leikfanga frá ýmsum tímum sem krökkunum er frjálst að leika sér með. Auk þess eru mörg útileikföngum á lóðinni sem krökkum býðst að nota að vild, svo sem húla-hringir, snú-snú, kubb og stultur. Á gamaldags róluvelli er líka hægt að leika í rólunum, vegasaltinu eða í sandkassanum. Frítt inn á meðan á sýningu stendur.