Jón Þórisson jonth@mbl.is Reynslan frá öðrum löndum sýnir að þegar Costco hefur innreið sína á markað leiðir það til lækkunar á matvöru og vörum í þeim vöruflokkum sem fyrirtækið verslar með.

Jón Þórisson

jonth@mbl.is

Reynslan frá öðrum löndum sýnir að þegar Costco hefur innreið sína á markað leiðir það til lækkunar á matvöru og vörum í þeim vöruflokkum sem fyrirtækið verslar með.

Einfaldur samanburður leiddi í ljós að verð á þekktum orkudrykk, sem seldur er í 24 dósa pakkningu, er 105 krónur, reiknað á gengi breska pundsins í gær. Hér kostaði dós í lausasölu af sama drykk 195 krónur í lágvöruverðsverslun og 419 krónur á bensínstöð.

„Með fyrirvörum um skatta og önnur gjöld er þetta vísbending um það verð sem Costco gæti boðið íslenskum viðskiptavinum sínum,“ segir Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri rannsóknar- og ráðgjafafyrirtækisins Zenter, sem unnið hefur skýrslu um Costco. Þar kemur fram að velta Costco í fyrra var þrjátíu og fimmföld velta alls innlends smásölumarkaðar. „Costco er annar stærsti smásali í heimi og hefur gríðarlegt afl til innkaupa á vöru á hagstæðara verði en aðrir geta. Ásamt lítilli yfirbyggingu og lágmarkskostnaði er ljóst að íslenski markaðurinn mun verða fyrir áhrifum,“ segir Trausti.

Dæmigerð
verslun Costco
» Stefnan er að hver verslun sé 14 þúsund fermetrar.
» Á hverjum tíma eru 3.700 vörunúmer í boði, en vöruframboð tekur mið af árstíðum.