Karl Andreassen
Karl Andreassen
Ístak vinnur að stóru verkefni í Nuuk, höfuðstað Grænlands, með Per Aarsleff AS. Það er gerð nýrrar hafnar fyrir bæjarfélagið með 330 metra hafnarkanti, aðkomuvegi, vöru-, kæli- og frystigeymslum, verkstæði og skrifstofuhúsnæði.

Ístak vinnur að stóru verkefni í Nuuk, höfuðstað Grænlands, með Per Aarsleff AS. Það er gerð nýrrar hafnar fyrir bæjarfélagið með 330 metra hafnarkanti, aðkomuvegi, vöru-, kæli- og frystigeymslum, verkstæði og skrifstofuhúsnæði. Þetta er verk upp á 10 milljarða króna og á að ljúka undir lok þessa árs. Um 130 menn vinna nú við hafnargerðina, Danir, Grænlendingar og Íslendingar.

Ístak er einnig með þó nokkur verk á Íslandi, meðal annars fyrir Isavia á Keflavíkurflugvelli og Kleppsbakka í Sundahöfn fyrir Faxaflóahafnir. „Þetta hefur mikið verið að glæðast hér á landi. Verkefnastaðan er góð í ár og fram á það næsta. Það má þó ekki setja of margt í gang í einu,“ segir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks.